Helgin var bara nokkuð góð hjá mér fyrir utan smá snert af flensu. Fyndnast fannst mér að frétta að leigubílstjóri nokkur neitaði að ferja hann Sigga heim til sín í gærnótt. Hann sakaði hann á leiðinni niður í bæ að vera að hrækja og skyrpa í leigubílinn og bað hann um að haga sér eins og siðmenntaðri manneskju sæmir. Fljótlega eftir þetta tók Siggi þá ákvörðun að fara heim. Þegar hann svo stoppaði á Select til þess að æla fannst leigubílstjóranum nóg komið og neitaði að fara lengra með hann.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home