Var að renna yfir efnisskrá sinfoníunnar í vetur. Ég er nú satt best að segja ekkert heillaður upp úr skónum en þetta er þó ekki alslæmt. Requiem eftir W. A. Mozart verður flutt tvívegis í október og ekki ætla ég að missa af því. Jólaótratoríur Bachs og Johns Speights verða fluttar í desember og svo stjórnar Ashkenazy War Requiem eftir Britten í apríl en það er massa flott stykki. Eitthvað verður um popp tónleika eins og undangengin ár en þeir heilla mig ekkert sérstaklega núna. Fluttar verða útsetningar á lögum Abba og Sálarinnar. Verst er að engir tónleikar verða með verkum Jóns Leifs!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home