Pleasure, pleasure!

13.9.02

Fökk!
Ég hata dyrnar framan á aðalbyggingu háskólans. Þær eiga að vera eitthvað geðveikt kúl, rafdrifnar og flottar, en satt best að segja sökka þær! Ég kom þar við í gær og átti í talsverðum erfiðleikum með að komast inn og ýtti fast og vel á þær sem virkaði á endanum. Þegar ég svo ætlaði út aftur gekk þetta ekki eins vel. Vitandi hvað þær voru leiðinlegar djöflaðist ég á þeim í sennilega fimm mínútur áður en ég áttaði mig á því að búið var að læsa byggingunni. Mér leið eins og mongói og álpaðist út að aftan.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home