Aðventuþynnka
Kíkti á nýjustu Bond myndina í gærkvöldi með fullt af misskemmtilegum subbum. Hún var nokkuð góð og þrusufljót að líða þótt ýmislegt í henni hafi farið í taugarnar á mér. Að henni lokinni fóru þær allra subbulegustu heim en við Hulda, Manni og Haukur kítkum á Kofann. Umræðurnar þar voru á mjög háu og þroskuðu plani og aðeins stórmerkilegir hlutir ræddir. Við fengum okkur fleiri en nokkra bjóra og nú hef ég afsökun til þess að gera ekkert af viti í dag :)

0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home