Pleasure, pleasure!

18.12.02

Ég nenni ekki að byrja að læra aftur þrátt fyrir að kaffipásan mín er búin. Ég hef það of gott þessa stundina. Sit hér í lazyboy stólnum hennar ömmu með kaffi í hönd. Hún varð annars fyrir því óláni í gær að missa tönn við brauðát. Tannlæknirinn bombaði henni á sinn stað í morgun og skulum við vona að hún tolli. Litli frændi minn hringdi svo í hana áðan og spurði hana hvort hún hefði verið að missa barnatönn. Úff . . . ég er farinn að skrifa um ekki neitt til að þurfa ekki að fara að læra.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home