Pleasure, pleasure!

5.1.03

Auj!
Ég er búinn að þyngjast um tæp tvö kíló í jólafríinu enda búinn að éta eins og ég veit ekki hvað. Heldur vildi ég vera eins og Jónas í fyrra sem grenntist um jólin. Það er nú reyndar kannski svolítið sikk þannig að ég tek þetta til baka!

Annars dreymdi mig í nótt að ég væri í Hogwarts skóla með Eddu, Hauki og fleiri subbum nema að hann var staðsettur á lóðinni fyrir utan hjá afa og ömmu afgirtur með gaddavír. Svo var pabbi að þvælast þarna fyrir utan að ræna bíla sýndist mér en var hrakinn burt af pabba sínum sem leit alveg eins út og hann nema bara eldri. Ég held að ég hafi vaknað fljótlega eftir það.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home