Pleasure, pleasure!

16.1.03

Strætó of snemma
Ég rak tærnar á mér í tölvuborðið í gærkvöldi og harkaði af mér enda hönk. Þegar ég vaknaði svo í morgun var vísifingurstáin marin og nú haltra ég eins og kjáni. Þetta er ekki svona venjulegt "haltr" heldur meira svona eins og ég sé hreinlega bara spassi. (Nú geta hnyttnir eflaust séð sér leik á borði og skilið eitthvað sniðugt eftir í athugasemdakerfinu mínu).

Ástæðan fyrir því að ég er að skrifa um ekki neitt núna er að ég tók einum strætó of snemma og sit nú í tölvuverinu á Grensás og það er enginn á msn-inu nema Siggi og eins og allir vita þá er hann ekki skemmtilegur.

Svo sá ég að Sigga var að tala um að hún er að lesa Bjólfskviðu. Ég hef alltaf verið frekar forvitinn um hana og fór því að leita og fann hana hér! (Það fovitinn að þetta er í fyrsta skipti sem ég leita að henni). Allavega lítur hún út fyrir að vera áhugaverð.

Ég er kúl. . . .

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home