Við vorum send niður í Elliðarárdal í gær í verklegum lífmælingum til að mæla vaxtarsprota á furum bæði við skógarjaðar og inni í skógi. Það er svo sem gott og blessað en ég varð nánast úti! Það var SVO kalt og ógeðslegt veður. Haukur sagði mér að leggjast bara niður og hann myndi lofa að koma og ná í mig seinna. Það hljómaði ekki sem verst. Ég var allavega hættur að finna fyrir puttunum mínum. Hefði kannski bara átt að stinga þeim inn í 37 gráður!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home