Pleasure, pleasure!

15.2.03

Ég fór í vísindaferð niður á Náttúrufræðistofnum með líffræðinni í gær og þaðan fórum við á Reðursafnið sem var algjör snilld. Typpasafnarinn er algjör húmoristi og leiddi okkur í gegnum safnið, sem er reyndar ekki stórt, og fræddi okkur um hvern böllinn á fætur öðrum. Á Hverfisbarnum hittum við Edda norsarann Tómas sem talaði svo slæma ensku að það var hálfvandræðalegt enda vorum við ekki lengi að láta okkur hverfa.

En talandi um útlendinga. Lilly lesbíska kanavinkonan hans Snorra ætlar að koma aftur til landsins í næsta mánuði. Það virðist sem þokki minn hafa aflessað hana.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home