Pleasure, pleasure!

5.2.03

Allt að gerast
Í dag jók ég samskipti mín við kanastelpuna svo um munaði. Í framhaldi af því sá ég að hún er með óvenju stórar tennur en þar til áðan hafði ég eingöngu sagt við hana hi, welcome og have fun. Hún var að segja mér að hún þekkir Sigur Rósar meðlimina þó nokkuð enda búin að fara átta sinnum á tónleika með þeim og verið nokkrum sinnum baksviðs að sulla í sig bjór með þeim. Svo keypti hún sér Engla alheimsins á DVD og horfðum við á hana saman áðan. Meira af stórtennta kananum seinna. . . .

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home