Pleasure, pleasure!

26.4.03

Haukur ljóðskáld
Það er nú orðið frekar langt síðan Haukur hefur sent mér ljóð eftir sig hér til birtingar en eftir heimsókn hans til mín nú í vikunni hefur andinn greinilega svifið yfir hann og afraksturinn má lesa hér. Mér finnst hann heldur subbulegur þó.

Ef aðeins . . . .
Mistur fegurðar, dulúðar og þokka,
umlykur líkama þinn,
þar sem þú í speki á spítala liggur

Mig langar að snerta þig.
Þori ekki.
Er hræddur við hugsanir mínar,
fyrirlít mig

Dagfari gapir.
Húmið er kalt.

Ó, hví var móðir mín ekki óbyrja?


Haukur Gunnarsson

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home