Pleasure, pleasure!

21.4.03

Þýfissötur
Ég er ekki frá því að stolni bjórinn sem ég er að drekka núna frá pabba mínum sem sefur nú vært haldandi að hann eigi ískaldan Stella Artois bjór bíðandi eftir sér sé með betri bjórum sem ég hef smakkað. Kannski er það því hann er þýfi en þetta er einn uppáhaldsbjór pabba og hefur hann nú kyngt ýmsu í þeim efnum. Annars er stemmningin núna voðalega notaleg hjá mér. Ég sit einn inni í stofu gerandi lífefnafræðiskýrslu, sötrandi bjór, hlustandi á noktúrnurnar hans Chopins. Svo er til fólk sem segir að ég sé haugur og nenni ekki að læra. Ég blæs á það!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home