Kosningarnar
Vá hvað ég er eitthvað ruglaður í þessari kosningabaráttu. Ég veit ekkert hvað ég ætla að kjósa! Ég sem hélt að ég væri Sollu gaur dauðans en svo virðist nú ekki vera. Mér finnst hún svo sem ekkert vera að standa sig illa en hún stendur sig kannski ekki eins vel og ég hafði búist við. Mér finnst eiginlega leiðinlegast að hlusta á hana tala samanborið við hina leiðtogana og þá sér í lagi þegar hún er að tala um skattamálin þó vissulega sé margt til í því sem hún er að segja. Mér finnst Steingrímur koma best og ábyrgast út úr þessu enn sem komið er. Hann er með skýra stefnu og það er fínt að hafa svona gagnrýnisrödd inn á milli. Formaður Frjálslyndra á oft erfitt að koma fyrir sig orðinu og virkar oft kraftlaus enda akfeitur. Það ætti nú kannski frekar að bjóða honum Nupolétt í stað vatns í öllum þessum sjónvarpsumræðum. Halldór hefur svo sem staðið sig ágætlega líka og komið sínum málum á framfæri. Davíð finnst mér alltaf vera að reyna of mikið að vera rólegur og það fer í taugarnar á mér þegar hann heldur því fram að allt sé æðislegt og kaupmátturinn sé búinn að aukast svona og svona og því hljóti allir að hafa það alveg geggjað. Ég veit ekkert hvað ég ætla að kjósa!
Vá hvað ég er eitthvað ruglaður í þessari kosningabaráttu. Ég veit ekkert hvað ég ætla að kjósa! Ég sem hélt að ég væri Sollu gaur dauðans en svo virðist nú ekki vera. Mér finnst hún svo sem ekkert vera að standa sig illa en hún stendur sig kannski ekki eins vel og ég hafði búist við. Mér finnst eiginlega leiðinlegast að hlusta á hana tala samanborið við hina leiðtogana og þá sér í lagi þegar hún er að tala um skattamálin þó vissulega sé margt til í því sem hún er að segja. Mér finnst Steingrímur koma best og ábyrgast út úr þessu enn sem komið er. Hann er með skýra stefnu og það er fínt að hafa svona gagnrýnisrödd inn á milli. Formaður Frjálslyndra á oft erfitt að koma fyrir sig orðinu og virkar oft kraftlaus enda akfeitur. Það ætti nú kannski frekar að bjóða honum Nupolétt í stað vatns í öllum þessum sjónvarpsumræðum. Halldór hefur svo sem staðið sig ágætlega líka og komið sínum málum á framfæri. Davíð finnst mér alltaf vera að reyna of mikið að vera rólegur og það fer í taugarnar á mér þegar hann heldur því fram að allt sé æðislegt og kaupmátturinn sé búinn að aukast svona og svona og því hljóti allir að hafa það alveg geggjað. Ég veit ekkert hvað ég ætla að kjósa!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home