Ég fór til Siggu í gær til að fá hjá henni lánaða snilldarþættina Coupling. Þetta hefði svo sem ekki verið í frásögur færandi ef hún hefði ekki tekið á móti mér í búningi og boðið mér inn þar sem tvær aðrar stelpur voru í búningi. Það var fimmtudagskvöld. Ég reyndi að halda ró minni og þáði köku kurteisislega. Til þess að gera andrúmsloftið enn furðulegra fóru þær að tala saman bæði á ensku og íslensku og svo upp úr þurru bættist við litblindur gaur! Ég var farinn að ókyrrast. Enskuíslendingsblandnar samræður, búningar og litblindingi á sama stað og ég er eitthvað sem er þétt upp við mín snappmörk. Þegar rauðhaus bættist svo í hópinn lét ég mig hverfa. Ég skil alla vega núna af hverju helmingurinn á síðunni hennar Siggu er á ensku ;)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home