Pleasure, pleasure!

27.11.03

Kræst men!
Ég var SVO nálægt því að lenda í árekstri í dag. Tvisvar! Ég var að keyra frá Höfðabakkabrúnni upp í Breiðholt og sólin skein eins og maníak í andlitið á mér. Það skemmst frá því að segja að ég sá ekki neitt! Ég hélt að enginn væri fyrir framan mig en svo sá ég glitta í kyrrstæðan bíl sem var aðeins of nálægt miðaða við hraðann sem ég var á! Ég skransaði því og og staðnæmdist örfáa sentimetra frá honum. Algjört hönk sko! Svo beygði hann allt í einu til vinstri og ég hélt af stað og rétt náði að stoppa aftur! Ég var s.s. næstum því búinn að keyra inn í árekstur en það var ástæðan fyrir því að bílarnir voru stopp á svona asnalegum stað. Ef ég byggi ekki yfir snerpu hönks þá hefði getað farið verr!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home