Mér var boðið til Guju í gærkvöldi í tjill áfengisinnbyrðingu í frábærum félagsskap. Þegar líða tók á kvöldið greip jólalagamanía hópinn og fórum við inn í stofu þar sem stelpurnar sungu og ég spilaði tilviljunarkennt á píanóið enda búinn að sulla dálítið í bjór. Það var einróma álit allra viðstaddra að þokkinn hafi samt sem áður geislað af mér sem aldrei fyrr og get ég tekið undir það heilshugar! Haukur mætti sem betur fer mjög seint enda voru allir sammála um að nú væri tími til kominn að láta sig hverfa þegar hann birtist. Pís át!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home