
Þar sem ég muni að öllum líkindum vera flettari af guðs náð á tónleikum hjá píanókennaranum mínum á morgun mun ég halda mér frá ýmsum ólifnaði í kvöld. Þess í stað verð ég heima lesandi heimildir fyrir ritgerð sem ég þarf að skila af mér um svif á heimskautasvæðunum. Jei?
Hauk vil ég svo biðja sérstaklega innilegrar afsökunar á því að
Marinó hafi misskilið orð mín á þann veg að Haukur sé í bandi kærustu sinnar. Það er svo fjarri lagi að mér svelgist hreinlega á þegar ég hugsa um það meðan ég drekk vatn!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home