Pleasure, pleasure!

7.11.03

Stappa
Ég fór á fyrirlesturinn hjá Sir Dabba áðan og mætti klukkutíma fyrr sem var góð ákvörðun upphugsuð af spaklegu viti. Þá strax var komin löng röð sem við þurftum að húka í í heilan hálftíma áður en okkur var hleypt inn í sal. Siggi siðblindingi bað mig um að taka frá sæti fyrir sig sem ég samþykkti ófúslega. Hann mætti síðan svo seint að honum var ekki hleypt inn þrátt fyrir hroka og hótanir í miðasölunni. Valdi hans sem gjaldkera Vélarinnar er því greinilega einhverjum takmörkunum sett. Eftir fyrirlesturinn var mér svo boðið í kaffi til vinkonu Karenar og Gauju þar sem þokkinn skein af mér fram eftir kvöldi.

Fín kvöldstund sem hefði jafnvel verið betri ef Haukur hefði verið fjarri.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home