Pleasure, pleasure!

12.11.03

Þjónustulund
Ég lenti í frekar hallærislegri lífsreynslu áðan. Ég fór með glæsivagn frænda míns á Select í Breiðholtinu til þess að fylla hann af ólgandi bensíni. Það var kona á undan mér og bara einn bensínafgreiðslumaður sem vitanlega aðstoðaði hana fyrst. Þar sem ég nennti ekki að bíða inn í bíl eftir honum þar sem ég þurfti að versla líka fór ég út og sagði: Værirðu svo til í að fylla hann? Hann leit á mig og sagði svo hátt og skýrt eins ég væri þroskaheftur: Alveeeeg sja-álfsaaagt! Ég vissi ekki alveg hvernig ég átti að bregðast við og sagði bara ókei og hélt af stað inn í búð. Á leiðinni inn heyrði ég hann aftur segja Alveeeg sja-álfsaaagt! Á þeirri stundu grunaði mig að ekki væri nú allt í felldu með manninn. En til að gera langa sögu stutta þá dældi hann ekkert á bílinn minn og ég fór á Olís í staðinn þar sem ég hyggst nú versla í framtíðinni. Sumir hefðu eflaust kvartað eins og Ingibjörn og Jónas en þetta atvik var eitthvað OF asnalegt til þess.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home