Annar Ítalinn hélt upp á afmælið sitt á Dillon í gærkvöldi og vitaskuld var nærveru minnar óskað. Karen kítki með mér og svo bættist Guja í hópinn stuttu síðar. Ég og Bjarki keyptum Brennivín handa afmælisbarninu sem nú ekkert voðalega æst í að smakka það. Eftir nokkurn þrýsting tók hún með okkur staup og eftir það varð hún alveg svínslega sólgin í það sem varð henni að falli síðar um kvöldið. Ég hafði ætlað mér að taka strætó heim en skyndilega var hann bara hættur að ganga! Ég varð því lengur en ég ætlaði mér.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home