Pleasure, pleasure!

6.1.04

Þá er það komið á hreint! Tónleikar tónskólans á Myrkum músíkdögum þar sem m.a. verður flutt lufsuverk eftir mig verða haldnir í Borgarleikhúsinu 7. febrúar næstkomandi klukkan tvö. Stífar æfingar verða þangað til eða í það minnsta þrisvar í viku þar sem þetta eru svona "ekta" tónleikar. Ríkisútvarpið er jafnvel að íhuga að taka þá upp. Sikk!

Maggi ráðlagði mér að taka upp eitthvað sóðalegt listamannanafn og mæta í kjólfötum en skera aftan af buxunum. Þannig myndi sjást örlítið í bossann þegar ég sest niður við píanóið og kippi jakkanum frá á meðan. Það mál er í athugun!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home