Pleasure, pleasure!

26.2.04

Við Manni, Hulda og Sunna kíktum til Þingvalla í blíðviðrinu seinnipartinn í dag. Það var ekki sála á Þingvöllum og okkur fannst sem við værum stödd í bandarískri unglingahrollvekju þar sem farið var að rökkva til. Við áttum alveg von á því að Einar Ben the zombie kæmi úr þjóðargrafreitnum til að éta okkur, samt ekki Manna sem er viðbjóður. Sem betur fer komust við öll heim heil á húfi og Manni ætlar að birta kynþokkafullu myndirnar úr þessari hetjuför á netinu mjög bráðlega!

viðbót: Sunna er núna búin að bomba sínum myndum inn og þær má nálgast hér. Sunna-1, Manni-0!

viðbót 2: Manni er búinn að setja inn myndirnar sínar núna. Þær eru hér. Hann tapaði samt!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home