Pleasure, pleasure!

22.3.04

Ég er að reyna að velja hvaða fög ég á að taka á næsta ári og það er bara ekkert grín!

Á haustönn þarf ég að taka:
Sjávarvistfræði
Lífræn og líffræðileg efnafræði
(verð líklega með Manna belli í þessu fagi)
Fiskalíffræði

svo get ég tekið eitt í viðbót og þarf þá að velja úr Mannerfðafræði og Umhverfisfræði sem mér finnast bæði vera mjög áhugaverð.

Á vorönn þarf ég svo að taka:
Dýrafræði B
Dýralífeðlisfræði


og aftur þarf ég að taka tvö í viðbót og þarf að velja úr Sníkjudýrafræði, Skordýr, Örveruvistfræði, Fuglafræði og Eiturefnavistfræði.

Þeir sem þykjast hafa vit á þessu, fyrir utan Hauk vitaskuld, mega endilega skilja eftir athugasemdir um hvað af þessu er sniðugt!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home