Pleasure, pleasure!

19.3.04

Ég sit núna í Háskólabíói með lappan minn bíðandi eftir Ingunni sem spilar með mér í Bach konsertinum á tónleikunum á morgun. Ég er orðinn frekar stressaður yfir því hvað ég er lítið stressaður fyrir tónleikana sem er frekar öfugsnúið. Maður á að vera stressaður yfir tónleikum en ekki vegna þess að maður sé ekki stressaður fyrir þá. Þetta veit ekki á gott og bendir til klúðurs á morgun!

Þeir sem vilja koma og heyra amatöra flytja Bach konserta er velkomið að koma á morgun í stóra salinn í Háskólabíói á morgun klukkan hálf fjögur. Það kostar ekkert inn!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home