Júróvisjon er svo skemmtilega hallærisleg keppni. Ég hef reyndar aldrei horft á hana alla í gegn en þar sem ég er þunnur og ógeðslegur hef ég lítið annað getað gert í kvöld. Svarta sköllóta konan á stultunum fannst mér algjör snilld í franska laginu. Hún var eitthvað svo út úr kú þarna labbandi út um allt sviðið dillandi höndunum út í loftið. Austurríska strákatríóið var síðan algjör skelfing og það var sem þeir væru að gera grín að sjálfum sér. Svo var feiti dansarinn í Rúmenska laginu ótrúlega fyndinn :) Hann hefði átt að heimta að fá að vera í gegnsæju eins og hinir tveir.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home