Mánudagar eru eins og flestir vita ekki mitt uppáhald. Ég vaknaði að venju öskuillur íhugandi sjálfsmorð alveg fram að tannburstun. Því næst missti ég af strætó tvisvar í röð og mætti allt of seint í skólann. Þegar þangað var komið hlógu bæði kennarar og nemendur að mér því þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég hef lent í algjöru gumsi við að reyna að koma mér í skólann með strætó. Ég hélt engu að síður þokka með ólíkindum vel og heyrði ég margoft stunur og fnæs frá kvendýrum skólans eftir hnyttnar og spaklegar athugasemdir mínar við hin ýmsustu málefni. Einnig spilaði ég popp grúf á flygilinn hans Jóns Leifs af mikilli leikni og fingrafimi. Haft var á orði að ég væri hönk.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home