Ég fór í gær á óperuna Tökin hert eftir Britten með Brynjari og Lydíu en nemar í lhí fengu einmitt á hana boðsmiða það kvöldið. Í stuttu máli var óperan að breika stöff og uppsetning var nett flott. Það var einnig gaman að sjá hversu margir höfðu gert sér ferð í óperuna einungis til að sjá mig og má þar nefna Guju og Karen auk fjölda skólasystkina minna úr listaháskólanum. Undir lokin fékk ég einnig gott klapp. Uppþumelsi fá svo Tóta fyrir frábæra frammistöðu og Árni Heimir fyrir fræðandi og skemmtilegan fyrirlestur áður en að sýningin hófst. Allar hallærislegar athugasemdir frá Hauki eða Hallfríði eru fyrirfram dæmd dauðar og ómerkar.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home