Pleasure, pleasure!

11.12.05

Tónleikagums
Ég vildi bara nota tækifærið þar sem þessi síða er nú einu sinni þrusuvinsæl og minna á tónsmíðadeildartónleika LHÍ núna á miðvikudaginn. Þar verður meðal annars flutt verk fyrir klarinett og strengjakvintett eftir mig sem ég er búinn að vinna að í vetur. Þeir tónleikar hefjast klukkan átta í húsnæði Listaháskólans við Sölvhólsgötu og er aðgangur ókeypis. Fyrir þrusuáhugasama, og þá kannski sérlega Hauk, eru einnig tónleikar klukkan sex með splunkunýju íslensku stöffi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home