Pleasure, pleasure!

24.5.01

Áhyggjuefni?
Eftir að ég breytti útlitinu núna seinast á síðunni hafa mér borist þónokkrar kvartanir varðandi aðgengi að könnunum og öðru í þeim dúr. Vællinn snýst aðalega um að aðalhasarinn eigi að vera á home síðunni og því er ég hjartanlega sammála. Ég ætla mér að breyta þessu þegar tími vinnst til en hann hefur verið af skornum skammti hjá mér undanfarið vegna vinnu og tiltektar vegna veislunnar á laugardaginn. Maggi sagði mér frá einhverju draumaforriti sem ég man nú ekki lengur hvað heitir, en í því á maður að geta hannað heimasíður án þess að þurfa að skrifa html kóðann staf fyrir staf. Þetta eru sennilega engin ný sannindi fyrir ykkur en ég hafði ekki hugmynd um þetta. Ég nenni allavena ekki að pæla í þessu núna. Sennilega ekki barasta fyrr en eftir útskriftarferðina. Tæp vika í hana......Shit!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home