Nú sit ég á Þjóðarbókhlöðunni nettengdur með fartölvunni minni en þangað til núna hélt ég að það væri ekki hægt. Ég hef svo sem ekkert merkilegt að segja. Ég veit að Siggi er frekar ósáttur við að þurfa að dúsa í óæðri tenglunum hjá mér og hann er meira að segja búinn að hóta að fjarlægja mig úr sínu tenglasafni. Mér finnst það frekar fyndið. Þetta er eins og ef Færeyingar færu í stríð við Bandaríkin. (Þessi setning hefði haft meiri áhrifamátt fyrir mánuði síðan.)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home