Pleasure, pleasure!

24.12.01

Ég er enn lifandi, en veit ekki samt hvort ég lifi af daginn á morgun þ.e.a.s aðfangadag. Þá þarf ég einmitt að vakna klukkan átta til að vinna í fjóra tíma á dagvinnukaupi. Ég gæti hugsanlega lifað daginn af ef Siggi kemur ekki í heimsókn til mín. Annars er ég búinn að gera lítið annað en að vinna eftir prófin í þeim tilgangi að minnka mínuspeninginn minn. Ég skemmti mér svo konunglega á föstudaginn og ekki var verra að heyra allar slúðursögurnar daginn eftir. Það hefði svo sem verið hægt að ljúga hverju sem er að mér. En nóg komið í bili. Þar að vakna snemma á morgun og þarf því að fara að sofa núna. Núna skiptir miklu máli að hugsa ekki um Sigga svo ég verði ekki andvaka!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home