Pleasure, pleasure!

17.4.02

Ég fann þetta afar persónulega ljóð eftir Hauk heima hjá honum um daginn. Þar sem hann er of feiminn til að birta það sjálfur hef ég tekið ráðin í mínar hendur. Mér finnst það afar fallegt og á hann þakkir skildar fyrir að deila tilfinningum sínum með okkur á jafn einlægan hátt.

Hinn sanni ég

Ég er aumingi,
einskisnýtur.
Vindurinn flissar í hári mér,
sólin glottir,
himininn pissar á mig.
Ég er illa liðinn.

Ég þykist vera kúl
en ég er lítil sál,
græt mig í svefn
Ég fyrirlít mig.
Ef aðeins ég væri ekki viðbjóður!

Haukur Gunnarsson

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home