Pleasure, pleasure!

23.10.02

Þá er mamma loksins farin að ala okkur bræðurna upp eftir nokkurt hlé. Í gær kenndi hún mér að handþvo og nú loks skil ég þá alvöru sem bjó að baki þeim óskum hennar að ég ætti ekki að kaupa handþvegin föt en ég hef orðið fyrir miklu aðkasti frá Siggu og Brynjari vegna þeirra athugana minn í gegnum árin. Svo hefur hún líka ákveðið að láta okkur Snorra elda einu sinni í viku. Þar sem ég er ömurlegur kokkur ákvað ég að byrja á botninum og sauð pulsur í fyrsta skiptið sem var það einfaldasta sem mér datt í hug en ég klúðraði því samt. Ég athugaði ekki hvað til var á þær (sinnep, steikur laukur og stöff) og því enduðum við á því að setja allskonar óhefðbundið drasl á þær eins og ostasósu og læti. Svo í kvöld eldaði ég ommelettu en það tókst undravel. Strumpakveðjur :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home