Ég var í algjöri rugli og gubbi í morgun. Meðan ég ósofinn og ógeðslegur beið í strætóskýlinu hjá Þjóðminjasafninu eftir því að komast heim í mánudagslúrinn minn fór ég að fylgjast með konu sem var að reyna að komast yfir götuna. Hún var kominn yfir aðra akreinina og virstist ekki þora yfir hina þrátt fyrir að allir bílarnir biðu eftir henni og hún var eitthvað svo asnalega að ég við sjálfan mig: Drullastu yfir götuna! Það hefði svo sem verið í lagi ef strætóskýlið hefði ekki verið fullt af fólki. Ég held ég hafi ekki komið vel út úr þessu.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home