Pleasure, pleasure!

5.11.02

Ég var nú ekki að gera neina spes hluti í grasafræðinni í dag. Vorum að vinna með fljótandi köfnunarefni sem hjálpar til við að mylja niður plöntuvefi en við vildum einmitt skoða í þeim blaðgænuna. Við mulninginn voru til tvær skálar sem hægt var að nota og við vorum frekar mörg. Ég var í fyrsta hollinu og tókst auðvitað að brjóta skálina eins og hálfviti. Ekki vinsælasti maðurinn á svæðinu enda tók þetta helmingi lengri tíma fyrir vikið. Svo sprautaði ég blaðgrænu á hendurnar á mér. Það vakti kátínu sumra.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home