Pleasure, pleasure!

8.12.02

Aðventupælingin
Hin vikulega aðventupæling er að þessu sinni tileinkuð Gústa og hans brenglaða hugsunarhætti. Eftirfarandi texti er tekinn beint upp af síðunni hans:

Jólasveinar ganga um gólf er ekki gott lag en fyrir utan það virðist mikils misskilnings gæta varðandi textann við lagið. Allir syngja hátt og snjallt: „Upp á stóóóól steendur mín kaaannaaa!!“ og una vel við sitt. Þegar betur er að gáð á þessi lína ekkert skylt við það sem á eftir kemur þ.e.: „níu nóttum fyrir jól þá kem ég til manna“. Hmmmmmm...? Vitrir menn sem hafa nennt að pæla í þessu komust að því að textinn hafi verið upprunalega: „Upp á hól stend ég og kanna!!“ sem á mun betur við. Það var því bara einhver hópur heyrnardaufra fávita sem breytti þessu. Njótið vel!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home