Hell on earth!
Eitt það hallærislegasta sem kanasubburnar gera er að leiklesa á ensku með hreim yfir viðtöl við fólk sem fara fram á öðru tungumáli. Ég sá áðan þátt þar sem gosið í eyjum var tekið fyrir og það gert alveg æsispennandi. Þar voru tekin viðtöl við nokkra aðila og einn talaði á íslensku en yfir hann var einmitt lesið með einhverjum ömurlegum hreim sem líktist þýskum. Þetta var samt frekar fyndið. Lokaorðin voru eitthvað á þessa leið: The villagers hope they never have to face this hell on earth again!

0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home