Pleasure, pleasure!

12.12.02

Subbulegheit
Ég er að reyna að læra fyrir lífræna efnafræðiprófið sem er núna á mánudaginn og það er bara ekkert að ganga. Ég get engan veginn einbeitt mér. Það er alveg merkilegt hvað dýrafræðin er miklu skemmtilegri en þetta sull og maður er jafnvel farinn að velta fyrir sér að beygja inn á braut stígvélalífræðinnar. Það var eitthvað sem ég sór að gera ekki þegar ég byrjaði í þessu í haust því þá mun ég enda á beygluðum trabant eftir árás hreindýrahjarðar uppi á öræfum við talningatilraunir. Af hverju hef ég ekki áhuga á einhverju sem gefur pening?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home