Pleasure, pleasure!

20.2.03

Jurtir rokka
Var algjör töffari í dag og keypti mér Einkalíf plantna eftir David Attenborogh á bókaútsölu í dag. (Kostar 500 krónur í Eymundsson í Kringlunni fyrir gríðaráhugasama). Þetta er einmitt það sem við vorum að læra um í grasafræðinni fyrir jól. Mjög áhugavert ef maður er grasasni.

Ég held annars að ég sé að snappa. Tók upp á því fyrir tveimur dögum að lesa mér til um þróun manna í dýrafræðibókinni frá því fyrir áramót og nú kaupi ég mér bók um plöntur til að lesa í frítíma mínum. Ég held að of mikil samskipti við ömurlegan og vanþroskaðan persónuleika Hauks hafi ýtt mér á þessa braut.