Ég mun seint jafna mig á því að Klassík fm 100,7 sé hætt og er ég jafnvel farinn að hallast að því að það verði minn bani. Ég tók rúntinn til Eddu núna rétt áðan til að skila henni Friends diskunum sem ég er búinn að vera með svo lengi (það verður enn bið í skrifarann Siggi :Þ) og ég gerði lítið annað alla leiðina en að skipta um útvarpsstöðvar. Það er vitaskuld stórhættulegt og eykur líkurnar á því að maður lendi í slysi töluvert. Ég er þó tilbúinn að taka áhættuna því allar útvarpsstöðvarnar sökka!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home