Pleasure, pleasure!

3.3.03

Voðalega virðist íslensk pólitík vera kominn á lágt plan. Hún virðist snúast um sífelldar persónuárásir og málefnaleg umræða er fjarri góðu gamni. Hann sagði þetta og hún sagði hitt og þessi var að segja þetta sem ekki er satt en ég sagði hitt. Það var um lítið annað fjallað í dag en það sem Dabbi kóngur sagði um Jón Ásgeir í útvarpinu í morgun og hafa ásakanir flogið á báða bóga í síðan þá og ekki tók við betra á Stöð 2 og í Kastljósinu þar sem Dabbinn sat fyrir svörum. Maður nennir ekki að hlusta á svona tuð en Davíð vildi fá málefnalega umræðu en tuðaði samt að vana um Bjöggu og hennar lágkúru. Ef hann er svona óhemju málefnalegur hann Dabbi hvað var hann þá að pæla með þessum ásökunum í morgun? Þetta var kannski eitthvað snjallt plott hjá honum sem kemur þá í ljós á næstu dögum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home