Pleasure, pleasure!

21.2.03

Hvað er málið með föstudaga? Það er mér bara óvinnandi vegur að læra á föstudögum. Ég opnaði bók áðan og las nokkrar blaðsíður og ég hef ekki hugmynd um hvað þær fjölluðu! Annars var veðrið svo subbulegt áðan að ég tók strætó heim út píanótímanum áðan. Það tók mig með bið sennilega lengri tíma en ef ég hefði labbað :Þ Ég komst þó þurr heim fyrir vikið.

Svo styttist óðum í æfingar með strengjasveit tónskólans en við erum að fara að flytja konsert fyrir þrjú píanó og strengjasveit BWV 1064 eftir J.S. Bach eftir minna en mánuð. Aðdáendur mínir muna sennilega eftir gríðar þokkafullum flutningi okkar á fyrstu tveimur köflunum í fyrra en nú tökum við hann allan! Ég er með kreisíj sóló í seinasta þættinum og mun þokkinn af mér skína sem aldrei fyrr!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home