Pleasure, pleasure!

22.2.03

Ég sit nú við tölvuna í jakkafötum bíðandi eftir að Haukur sæki mig á árshátíðina sem ég ákvað að skella mér á eftir suddalegar hótanir Viðars. Annars er orðið frekar langt síðan ég fór seinast í jakkafötin mín en eins og dyggir aðdáendur tilveru minnar vita þá þoli ég einmitt ekki þann hégómaklæðnað. Það er þó orðið langt síðan þvílíkur þokki sást hér á heimilinu því faðir minn tapaði honum fyrir nokkrum árum sem er alveg furðulegt miðað við hvað við erum líkir.

Við Brynjar mættum upp í Engjateig áðan til að spila á svokölluðum "tónfundi" þar sem nemendur kennara okkar hittast og spila og þurfa svo að hlusta á uppbyggjandi gagnrýni frá Ze mæstó. Þar sem ég og Brynjar vorum eitthvað að tala saman og flissandi eins og sjö ára stelpur, og þá aðalega hann, tók hann okkur fyrir og skammaði okkur í takt við sjö ára stelpustæla okkar. Ég hélt þokka þó betur en Brynjar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home