Pleasure, pleasure!

1.3.03

Sá gríðargóði sjálfsagi sem ég er einmitt svo vel þekktur fyrir brást mér í gær. Ég freistaðist til að fara með tveimur subbum að sötra bjór og kom ekki heim fyrr en fimm í nótt. Ég hafði ætlað mér að vera rólegur vegna hljómsveitaræfingarinnar daginn eftir en hún virtist ekki skipt eins miklu máli eftir tvo bjóra. Í röðinni á Hverfisbarnum vorum við að reyna að hjálpa Hauki að hössla með því að tala um að hann hefði nú verið í Vöku sem vann kosningarnar. Auk þess ræddum við mikið um hvað hann væri myndarlegur og líkur David Beckham. Hann kunni ekki að meta þessa viðleitni hjá okkur þrátt fyrir alla athyglina sem hann fékk. Við hittum svo Ástu hans Ingibölls sem var á djamminu en Böllurinn var heima að bora í nefið. Auk þess hitti ég Hlín sem virðist fara að verða fastur liður þegar ég fer niður í bæ. Ég held hún eigi bara heima þar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home