Pleasure, pleasure!

26.2.03

Eins og allir vita hefur vegur Hauks innan málefnalegrar háskólapólitíkarinnar farið sífellt vaxandi undanfarið og er fólk farið að bera fyrir honum óttablandna virðingu. Ég vaknaði því fyrr en líkami minn samþykkti með góðu móti í morgun og drösslaðist niður í VRII til þess að vera kosninga side-gimpið hans milli tíma. Það var þó ekki mikið sem við gerðum þarna enda leyfði Haukur mér að fara klukkutíma fyrr sökum óbilandi mikilmennsku og almennra yfirburða. Seinna um daginn spilaði ég svo á tónleikum með litlum þokka enda var ég að farast úr stressi þessa stuttu stund sem ég var að spila. Ég hafði engar áhyggjur haft af þessum tónleikum og var lítið búinn að hugsa um þá dagana á undan sem er víst ekkert sniðugt. Það er sem sagt gott að vera stressaður fyrir tónleika en ekki á meðan maður er að spila.

Það sem hér kemur á eftir mega aðeins Brynjar og Sigga lesa!
Ég get loksins boðið ykkur í mat á laugardaginn því mamma og pabbi eru að fara á árshátíð. Sökum takmarkaðra matreiðsluhæfileika minna mun ég sennilega bjóða ykkur upp á eitthvert jurtakálssalat en það verður allt í lagi ef við drekkum nógu mikið að víni :Þ

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home