Pleasure, pleasure!

7.3.03

Þetta stefnir í að vera rólegheitahelgi hjá mér. Ég var næstum því búinn að gubbast í vísó í dag en hætti svo við. Þó að það sé ókeypis bjór í þessum ferðum endar maður alltaf á því að kaupa sér eitthvað niðri í bæ og því hef ég ekki efni á eins og er.

Svo sefur Snorri brósi alltaf svo ógeðslega lengi á daginn þannig að ég og lessan fengum okkur kaffi og spjölluðum saman og hún er nú alveg ágæt. Það er verst að ég ætla að reyna að selja hana. Hún virðist þekkja nokkuð mikið af fólki í tónlistarheiminum og er m.a. málkunnug Sigur Rósar meðlimum og svo hefur hún farið baksviðs og spjallað við Radiohead sem hún sagðist hafa heimildir fyrir að ætluðu að koma til Íslands bráðum. Það gæti orðið stuð. . . .

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home