Pleasure, pleasure!

28.4.03

Heimboðsgagnrýni
Ég tók aðeins niður fyrir mig í kvöld og þáði heimboð til Manna og Huldu í Fossvognum. Þar vakti margt hneykslun mína og undrun og ber þar fyrst að nefna óviðeigandi klæðnað Marinós. Hulda var huggulegri til fara en ægilegt var að sjá að hluti leirtausins sem notað var með kaffinu var þýfi. Við gestirnir minntumst pent á þetta en hjúunum virtist standa á sama og sneru þessu upp í grín. Enn kom Marinó á óvart með óviðeigandi hegðun á meðan á kaffinu stóð. Hann lék sér sífellt við páfagaukinn og leyfði honum meira að segja að ganga á borðinu þar sem kræsingarnar voru. Marinó áttaði sig greinilega ekki á því hvað hegðun hans var fráheyrð enda mjög ódannaður. Hápunktur eða öllu heldur lágpunktur kvöldsins var þegar ég fór á klósettið og uppgötvaði að þar vantaði handklæði til að þurrka sér um hendurnar.

Heimboðið hefði fengið falleinkunn ef Hulda hefði ekki boðið upp á svona góðan heitan brauðrétt og köku. Þau þurfa aðeins að hugsa sinn gang og vanda sig betur næst þegar þau bjóða fínu fólki í heimsókn.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home