Pleasure, pleasure!

10.5.03

Símarödd:
Sá málrómur sem aumingjar nota er þeir tala við kærusturnar sínar í síma. Hann er iðulega veiklulegur og gefur sterka vísbendingu um hver sé óæðri aðilinn í sambandinu. Símarödd er í senn óþolandi og drepfyndin áheyrnar.

Marinó hefur undanfarin ár verið með áberandi ömurlega símarödd og hefur hann þurft að þola mikið glens og grín á sinn kostnað fyrir vikið meðal annars frá Hauki. Það er því gaman að segja frá að ég var að heyra Hauk tala við kærustuna sína í síma í fyrsta skiptið áðan og þvílíkar endemis hörmungar! Það var magnað fyndið að hlusta á hann en í leiðinni viðbjóðslegt. Mér varð það einnig ljóst að honum fannst ekki gaman að vita af því að hann væri svona aumingjalegur í símann. Þegar hann talaði svo aftur við kærustuna sína seinna um kvöldið var hann jafn ömurlegur þrátt fyrir að hafa reynt að hljóma eðlilega. Hann virðist því þjást af Telephonie la voix extreme sem ég held að sé verra afbrigði en hrjáir Marinó.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home