Pleasure, pleasure!

29.6.03

Það er nokkuð flott nýja blogger útlitið. Það er meira að segja hægt að velja þar íslensku sem tungumál sem og íslenskan tíma!

En annars er ég kominn í vaktafrí sem er eins og áður mjög ljúft. Byrja ekki að vinna aftur fyrr en aðfaranótt föstudags. Rarr!

Hvað er annars málið með umræðuna um jafnrétti kynjanna í þjóðfélaginu núna? Mér finnst þetta allt saman vera að keyra um þverbak. Mér skilst þó að ég sé feministi þar sem ég er fylgjandi því að fólk fái sömu laun fyrir sömu vinnu. Mér finnst jákvæð mismunun vera fyrir neðan allar hellur enda á val að fara eftir hæfileikum en ekki kyni að sjálfsögðu. Svo finnst mér asnalegt að forstjóri Norðurljósa þurfi að tjá sig sérstaklega um það að 4 fréttakonum hafi verið sagt upp en ekki blönduðum kynja hópi. Svo er ekkert rætt um það að 64% útskrifaðra úr Háskólanum séu konur. Ætti það ekki alveg eins að vera áhyggjuefni? Asnó!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home