Pleasure, pleasure!

9.8.03

Blogg með attitjúd
Íslendingar eru kúl og eru byrjaðir að veiða hvali aftur en þá fara allskonar nördalönd að væla. Svo eru Bandaríkjamenn eitthvað klikk í hausnum en það er nú svo sem ekkert nýtt. Einhver sagði mér að þeir eru mesta hvalveiðiþjóð í heimi og svo gera þeir ekki annað en að tuða í hvalveiðikúlistum. Þeim finnst í lagi að drepa 3000 Íraka en finnst hræðilegt ef 38 hrefnur eru veiddar. Þeir kannski meta líf út frá tonnum. 38 hrefnur eru sennilega þyngri en 3000 Írakar. Svo hafa þeir fengið allskonar undanþágur fyrir innfædda hjá sér því hvalveiði er svo stór hluti af þeirra menningu. Ég myndi nú segja að hvalir væru okkur nátengdir á þann háttinn líka.

Megi sem flestir hvalir láta lífið við Íslandsstrendur á næstu árum því hvalkjöt er svo gott og svo éta hvalir allt of mikið líka. Þetta gæti orðið fitubollum víti til varnaðar!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home